Aðalfundur HSSR 2013

Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Fundarboð – aðalfundur 12. nóvember 2013

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Malarhöfða 6 og hefst klukkan 20:00.

Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti:

  1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
  3. Inntaka nýrra félaga.
  4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar.
  5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR.
  6. Skýrslur nefnda.
  7. Lagabreytingar.
  8. Kosningar.
  9. Önnur mál.

Til þess að fundur geti hafist þarf þriðjungur fullgildra félaga að mæta. Við biðjum félaga því að mæta tímanlega.

Fullgildir félagar og nýliðar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni.

Skrá yfir fullgilda félaga má finna á skjalasvæði HSSR.

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.