Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Sveitarfundur 28 janúar 2020

Sveitarfundur HSSRSveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2020, klukkan 19:00, í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Það verður örugglega talað um húsnæðismál og því er mjög sniðugt að mæta ef menn hafa eða vilja mynda sér skoðun á því.

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Flugeldamarkaðirnir okkar opnuðu 28. desember. Hér má sjá staðsetningu og opnunartíma, ásamt því að skoða vöruúrval og versla í vefverslun. Við hlökkum til að sjá ykkur!
https://flugeldar.hssr.is

Afgreiðslutímar

Malarhöfði 6:

  • 28. desember: 10-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31 desember: 10-16
  • 5. janúar: 12-19
  • 6. janúar: 12-18

Grafarholt, við Húsasmiðjuna:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Spöng:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Egilshöll:

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Hraunbær 123, við Skátamiðstöðina:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 12-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21a:

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 12-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Fylkisstúkunni, við Árbæjarlaug

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

 

Aðalfundur 2018

Aðalfundur HSSR 2018 fór fram þriðjudaginn 15. maí sl. þar sem farið var yfir árið og kosið í nýja stjórn.

Ársskýrslu 2017-2018 má finna hér https://bit.ly/2Gsv7gW

Stjórn HSSR starfsárið 2018-19 er þannig skipuð:

Tómas Gíslason, sveitarforingi
Ólafur Jón Jónsson, 1. varasveitarforingi
Íris Mýrdal Kristinsdóttir, 2. varasveitarforingi
Ólafur Loftsson, gjaldkeri
Herdís Schopka, ritari
Alexandra Einarsdóttir, meðstjórnandi
Draupnir Guðmundson, meðstjórnandi

HSSR þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum vel unnin störf

Nýliðakynning HSSR 5 sept. nk.

21016151_1801567126539582_2788981050655868519_o

Þriðjudaginn 5. september kl. 20:00 verður nýliðakynning á Malarhöfða 6 þar sem dagskrá nýliðaþjálfunar HSSR verður kynnt í máli og myndum. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda sem og þann búnað sem nýliðar þurfa að hafa tiltækan.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum í alls konar kringumstæðum. Í staðinn færðu ómetanlega reynslu, tekur þátt í góðum félagsskap og lætur gott af þér leiða.

Í stuttu máli: Þjálfun nýliða spannar 20 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar. Inn í þjálfunina er fléttað lengri og styttri gönguferðum þar sem reynir á þátttakendur í margvíslegum kringumstæðum. Að þjálfunartíma afloknum útskrifast þátttakendur sem fullgildir björgunarmenn og fara þá á útkallsskrá HSSR.

Á þjálfunartíma taka nýliðar fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar sem er samsett úr fjölmörgum viðburðum á tímabilinu.

Allir eru velkomnir á fundinn. Vinsamlega látið áhugasama vita og bjóðið þeim með. Hér er bæklingur sem kynnir þjálfunina ágætlega. Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.

Aldurslágmark er 18 ár.

Myndir úr nýliðaþjálfun undanfarinna ára: http://bit.ly/2v9c1rt

Nýliðar 2 tóku námskeiðið Straumvatnsbjörgun 1 um daginn, en þar fengu nýliðarnir að læra tæknina sem þarf til að séð um sig sjálfa og komið öðrum til bjargar í straummiklum ám.

Námskeiðið fór fram í Soginu og í Tungufljótum.
14138868_10209262961863420_1023081465217986304_o
14124497_10209262950143127_8061102018057557184_o

Hengill í gjólu, með áttavita

Við DyradalNúna á laugardaginn trítlaði fagur hópur úr Sleggjubeinsdal, yfir Húsmúlann, gegnum Marardal og í Dyradal.  Uppistaðan í hópnum var glaðbeittur hópur nýliða, sem hafði átt góða helgi vikuna áður saman á Úlfljótsvatni, á námskeiðinu Ferðamennska og rötun.

Ferðin átti upphaflega að liggja uppá ‘svörtu’ gönguleiðina rétt við mynni Marardals, og þar uppá Vörðu-Skeggja, en þar sem gjólan stóð svo leiðinlega á okkur, ákváðum við að breyta um kúrs og halda stefnunni fram á veg.

Þar á dalseggjum Dyradals blés aðeins betur á hópinn, svo menn tóku skottísstöðu og valhoppuðu 3-4 saman, hönd í hönd, í skjól. Fóru nýliðar þar fram með aðdáunarverðum hætti, þótt ekki hafi allir reynslu af svona kúnstum á fjalli.

Allir komust að lokum í var í Dyradal þar sem bílahópsmenn sóttu okkur, aðeins fyrr en að var stefnt.

e.s. svona til þess að gæta sannmælis þá hefur líklega slegið aðeins yfir 20 m/s þegar mest var.

Nýliðaþjálfun: þarnæsta skref :)

Sæl, eins og skynugt fólk gat sér til, þá er næsti hittingur núna þriðjudaginn uppá Malarhöfða, eða M6 eins og hann er kallaður í daglegu tali, eins og kemur fram skýrt í dasgskránni (og já, ég biðst afsökunar ef ég fór með rangt mál).

Kvöldið verður annars vegar almenn kynning á útbúnaði sem nýtist í starfi – fjallað verður um mismundandi tegundir af skóm, lagskiptingi klæðnara, og margt fleira. Í og með verður svo helgarnámskeiðið, Ferðamennska og rötun, kynnt.

Mæting er kl. 20 og við verðum í ca. 2 tíma.

Með þessu búnaðarkynningarkvöldi lýkur eiginlegri kynngardagskrá nýliðastarfsins, umsóknarfrestur er reyndar til og með miðvikudeginunm (sjá hér). Við hvetjum því sem flesta sem ekki eru búnir að skrá sig til þess að koma og kíkja á okkur.

Ferðamennska og rötun

Hin eiginlega þjálfun hefst með helgarnámskeiðinu Ferðamennska og rötun, sem verður kennt á Úlfljóstvatni. Námskeiðið, leiðbeinendur og búnaðarlisti verða kynntar sérstaklega með pósti síðar.

Fyrirspurnir : netfang

Ef e-r ykkar hafa sérstakar fyrirspurning, pælingar eða annað sem þið mynduð vilja bera undir okkur Kormák, þá endilega gerið það: Þetta er netfangið okkar: hssr.nylidar.2015@gmail.com

Nýliðaþjálfun, næstu skref

Núna í kvöld, lauk velheppnaðri nýliðakynningu HSSR á Malarhöfðanum, þar sem Tómas sveitarforingi kynnti sveitina og nýliðaforingjar næsta starfsárs, þeir Kormákur og Stefán Baldur, kynntu þjálfunarferlið, kröfurnar og gleðina – með skemmtilegu innslagi Sólvegar og Kristins.

Þó nokkur hópur skráði sig í nýliðaþjálfunina, en fyrir þá sem náðu því ekki núna, þá má finna skrá sig hér.

Frestur til þess að ljúka skráningu er til 9. september (sjá hér að neðan).

Næst, Helgafell
Næsti liður í kynningunni er létt kvöldganga á Helgafell á fimmtudaginn. Mæting er á Malarhöfðann kl. 18, og verður farið á bílum sveitarinnar, gengið á Helgafell, spjallað og skoðað. Fararstjóri er Martin Swift (Tinni).

Ferðamennska og rötun
Fyrsta stóra námskeiðið í nýliðaþjálfuninni verður svo haldið að Úlfljótsvatni helgina 11-13. September.

Miðvikudaginn 9. verður stutt undirbúningskvöld fyrir helgina þar sem verður m.a. farið yfir einstaklingsbúnað og almennur og sérhæfður ferðabúnaður verður kynntur.

Þá um kvöldið er síðasti séns á að skila inn umsókn.

Flugeldasalan 2014

Flugeldasalan fer ágætlega af stað þrátt fyrir veður. Í ár eru flugeldasölustaðir HSSR sjö.

Sem fyrr er aðalflugeldamarkaðurinn okkar í höfuðstöðvum Sveitarinnar á Malarhöfða 6 en þar að auki erum við með markaði í Spönginni, í Grafarholtinu við Húsasmiðjuna, við Skátamiðstöðina Hraunbæ í Árbænum, í skátaheimili Skjöldunga við Sólheima, á Grjóthálsi við höfuðstöðvar Össurar og í Bílabúð Benna hér á Höfðanum.

Á morgun, gamlársdag, verður opið á milli kl. 10 og 16 og eru allir velkomnir að kynna sér gott úrval flug- og skotelda þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sölustaðir 2014

Af gefinni reynslu má búast við mikilli örtröð í kvöld og á morgun svo við hvetjum alla til að mæta tímanlega til okkar og tryggja sér bestu bomburnar áður en þær fjúka út! Við hlökkum til að sjá ykkur og þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
Continue reading