Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Umsóknarfrestur og fyrsta námskeið nýliða

RötunNæstkomandi miðvikudag, 11. september kl. 20 að Malarhöfða 6, verður fyrsta viðburðurinn í þjálfun nýrra nýliða. Það er undirbúningur fyrir námskeiðið Ferðamennska og rötun og verður farið yfir pökkun í bakpoka og önnur nauðsynleg þekkingaratriði. Við minnum á að umsóknarfrestur rennur út að kvöldi þess sama dags. Umsóknum er skilað rafrænt og er slóðin bit.ly/hssr-umsokn-2013.

Um næstu helgi, 13.-15. september, verður fyrsti stóri viðburðurinn fyrir nýliða 2013-15 haldinn, en það er helgarnámskeiðið Ferðamennska og rötun sem haldið verður við Úlfljótsvatn. Þetta er mikilvægt grunnnámskeið sem liggur til grundvallar flestu því sem gerist eftirleiðis í þjálfuninni þannig að áríðandi er að nýliðar mæti þar.

Bæklingur til kynningar nýliðaþjálfun 2013-15 er hér issuu.com/hssr/docs/nylidakynning-2013. Sé frekari upplýsinga þörf er hægt að senda nýliðaforingjum póst á netfangið hssr.nylidar.2013@gmail.com.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta í sterkum og öflugum hópi nýliða.

Kynningarferð nýliða á Helgafell 5. september

Í góða veðrinu í dag, fimmtudag 5. september, verður farin kynningargönguferð á Helgafell.  Þar mæta bæði félagar í HSSR og nýliðar sem eru að hugsa um að hefja þjálfun í haust.  Þægilegur göngutúr þar sem nýliðar byrja að kynnast hver öðrum og einnig félögum í sveitinni.

Mæting á Malarhöfða 6 og brottför kl. 18:00.  Farið á bílum HSSR og einkabílum ef þörf er á.

Fyrsta námskeið nýliða hefst síðan miðvikudagskvöld 11. september og þá rennur einnig umsóknarfrestur út.  Umsóknarformið er hér.

Kynningarbæklingur er hér.

Kynning á nýliðaþjálfun HSSR

Kynningarbæklingur 2013Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun halda kynningu á nýliðaþjálfun sveitarinnar nk. þriðjudag 3. september kl. 20 að Malarhöfða 6. Þar verður farið vel yfir alla þætti nýliðastarfsins í máli og myndum og geta gestir fengið þar svör við öllum spurningum sem upp kunna að koma í tengslum við málefnið. Allir sem hafa áhuga á því að kanna hvort nýliðaþjálfun í björgunarsveiti henti þeim eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málið.

Kominn er út bæklingur sem inniheldur margvíslegan fróðleik um nýliðastarfið og er hægt að nálgast hann hér.

Hægt er að fylla út umsókn hér: bit.ly/hssr-umsokn-2013. Frekari upplýsingar má fá með pósti á netfangið hssr.nylidar.2013@gmail.com.

Viðbót 4. september kl. 21:20: Fimmtudaginn 5. september verður farið í létta göngu á Helgafell í Hafnarfirði. Væntanlegir nýliðar geta annað tveggja mætt kl. 17:45 á Malarhöfða 6, en þaðan verður lagt af stað með rútu kl. 18 eða mætt beint á bílaplanið við Helgafell, en lagt verður af stað þaðan kl. 18:30. Við vonumst til þess að sjá sem flesta, veður verður með besta móti þannig að þetta verður hin besta skemmtun!

Vilt þú verða nýliðaforingi?

Auglýst er eftir áhugasömum félögum til að taka að sér umsjón með nýliðum sem hefja þjálfun næsta haust.  Leitað er að tveimur félögum sem:

  • Hafa starfað með sveitinni sem fullgildir félagar í a.m.k. 2 ár
  • Eru vel tengdir innan sveitarinnar og hafa reynslu af sem flestum þáttum í starfinu
  • Eiga gott með að vinna með alls konar fólki
  • Eru reiðubúnir að sjá um nýliðastarf þangað til nýliðarnir ganga inn í sveitina árið 2015
  • Eru gjarnan af sitt hvoru kyninu

Einstaklingar geta sótt um en svo er líka hægt að sækja um tvær, tveir eða helst tvö saman.  Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar til Einars Ragnars á netfangið eragnarsig@gmail.com fyrir næsta stjórnarfund sem er þriðudag 16. apríl kl. 18. en þá verða umsóknir skoðaðar.

– Stórn HSSR

Gönguskíði

Eftirfarandi er gönguskíðadagskrá HSSR fyrstu vikuna í febrúar:

  • Fimmtudagur 7. febrúar kl. 18, æfingaferð (líklega í Bláfjöllum).
  • Laugardagur 9. febrúar, dagsferð á skíðum.

Eftirbátar munu sjá um æfingar og kennslu.

Í Bláfjöllum verður hægt að fá leigð skíði fyrir þá sem ekki eiga og einhver ráð verða með að bjarga skíðum skíðalausum í dagsferðinni einnig.

Skráning er í D4H.

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp óskast

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Merki Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarskólinn auglýsir eftir umsóknum um lausa stöðu yfirleiðbeinanda í fyrstu hjálp.
Skólinn leitar að öflugu björgunarsveitarfólki með mikla reynslu á sviði fyrstu hjálpar. Starf yfirleiðbeinanda Björgunarskólans felst meðal annars í:

  • kennslu sem yfirleiðbeinandi við Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
  • vinnu við gerð og fullvinnslu kennslugangna og tryggja að námsefni sé uppfært reglulega
  • setu í skyndihjálparráði fyrir hönd Björgunarskóla SL
  • samskipti við erlenda tengiliði á sviði fyrstu hjálpar

Einnig skal yfirleiðbeinandi:

  • fylgjast með nýjungum á sviðið fyrstu hjálpar sem skólinn mun gefa út og nota fyrir nemendur skólans sem og við námskeið á vegum félagsins
  • halda utan um fagnámskeið í faginuendurmenntun leiðbeinenda
  • fjarnámskeið auk þess að vera virkum leiðbeinendum í fyrstu hjálp innan handar.

Umsækjendur skulu skila inn yfirliti yfir menntun og reynslu.

Ekki er um að ræða fulla stöðu heldur er gerður verktakasamningur við viðkomandi. Umsólknarfrestur er til 1. febrúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu fyrir 15. febrúar 2013. Frekari upplýsingar veitir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskólans, í netfanginu dagbjartur@landsbjorg.is.

Skönnun gamalla ljósmynda

Laugardaginn 26. janúar verður skönnunardagur í HSSR, en þá munu nokkrir félagar hittast á M6 og skanna gamlar ljósmyndir úr sveitarstarfinu af pappír og filmu. Af því tilefni eru eldri félagar hvattir til þess að kíkja í gömul myndaalbúm, finna myndir og koma þeim til skrifstofu HSSR fyrir þann tíma svo hægt sé að koma þeim inn í ljósmyndasafn sveitarinnar.

Frekari upplýsingar gefur Óli í netfanginu olijon@gmail.com eða síma 699-1000. Hafið endilega samband ef eitthvað er.

Áhugasamir félagar sem eiga góða skanna og fartölvu eru hvattir til þess að líta við á M6 og taka þátt í skemmtilegu og þörfu verkefni.

Brugðið á leik með afmælisköku HSSR.

Flugeldar og aftur flugeldar :)

Brugðið á leik með afmælisköku HSSR.

Knáir sölumenn bregða á leik með afmælisskotköku HSSR.

Hér á Malarhöfðanum er allt farið á fullt fyrir undirbúning flugeldavertíðar sem hófst formlega í dag með uppsetningu sölustaða víðs vegar um bæinn. Sölustaðir eru staðsettir í Spönginni, Mjóddinni, Grafarholti, Norðlingaholti, Bílbúð Benna, Malarhöfða 6 og hjá Skjöldungi. Salan hefst kl. 14:00 á morgun, föstudaginn 28. desember.

Margir leggja hönd á plóginn til að hlutirnir geti gengið upp – við getum þó sannarlega bætt við okkur mannskap og hvetjum því sem flesta félaga að skrá sig á söluvaktir sem allra fyrst. Sendið póst á hssr@hssr eða hafið samband í s. 5571212.

Sjáumst í flugeldavinnunni!

Hópstjóranámskeið á Hellu 18.-20. janúar

Hópstjóranámskeið í febrúar 2012.

Létt samvinnuæfing frá hópstjóranámskeiði í febrúar 2012.

Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem starfa innan björgunarsveita, bæði fyrir stjórnendur útkallshópa og hópstjóra í útköllum. Einnig þau sem vilja gefa kost á sér í þessi verkefni. Námskeiðið er 24 kennslustundir og er hluti af björgunarmanni 2. Það byggist upp á verklegum æfingum, sýnikennslu og fyrirlestrum. Vegna dagskrár og uppbyggingar er nauðsynlegt að þátttakendur gisti. Nánari upplýsignar og skráning er á vef Björgunarskólans, landsbjorg.is.

Stjórn HSSR hvetur virka félaga sem eru hópstjórar eða hafa hug á því að taka það hlutverk að sér að sækja námskeiðið.

Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórn skiptir með sér verkum

Yfirlit yfir verkaskiptingu stjórnar HSSR 2012-13.

Ný stjórn hefur fundað tvisvar frá aðalfundi og eitt af hennar fyrstu verkum var að skipta með sér ábyrgðarstöðum og ábyrgðarsviðum. Þorbjörg er 1. aðstoðarsveitarforingi, Hilmar 2. aðstoðarsveitarforingi, Kristjón heldur ritarastarfinu og Tómas tekur við starfi gjaldkera. Meðstjórnendur eru Sigþóra og Einar Ragnar.

Nánar má lesa um ábyrgðarsvið á töflu í andyri auk þess að upplýsingar um þau eru sett sem gögn á heimasíðuna.