Fjallahjólaferð HSSR

Þann 6. – 8.september sl. var farið í árlega Fjallahjólaferð HSSR.

013Dagur 1: 26km

Leiðin lá í Úthlíð þar sem byrjað var að hjóla um kvöldmatarleytið. Hjólað var slóða sem liggur austan við Högnhöfða og yfir Hellisskarð um Rótarsand að Hlöðuvöllum í nýuppgerðan skála Ferðafélags Íslands.

Dagur 2: 63km

104

Hjólað var vestan við Hlöðufell að Þórólfsfelli og inn á línuveginn norðan við Skjaldbreið áleiðis að Litla-Brunnavatni þar sem snæddur var hádegisverður. Þaðan var farið inn á Uxahryggjaleið, inn á línuveg við Eiríksvatn, niður Skorradal og meðfram Skorradalsvatni að næsta gististað við Stóra-Drageyri með viðkomu á Vöfflustöðum. Þessi leggur var fljótfarinn enda með mikið meðvind alla leiðina öllum til ómældrar gleði.

Dagur 3:27km

194Þennan dag skipti hópurinn sér niður á tvær leiðir að áfangastað í Leirársveit. Annar hópurinn fór Dragann,  austur Svínadal að Neðra Skarði á meðan hinn hópurinn fór yfir Skarðsheiðina og niður snarbrattar hlíðar Snóksfjall. Leiðin sóttist hægt sökum mikils mótvinds og úrkomu.

Ferðin tókst í alla staði vel og var strax farið að leggja drög að næstu ferð sem farin verður fyrstu helgina í september 2014.

204