Fjallamennska 2

Tveir hópar rétt undir hryggnum stuttu fyrir niðurferð.

Tveir hópar rétt undir hryggnum stuttu fyrir niðurferð.

Nú um helgina hélt vaskur hópur nýliða ásamt undanförum og undanrennum upp í Skarðsheiði að nema fjallamennskufræði. Lagt var af stað af Malarhöfðanum rétt fyrir dagrenningu á laugardeginum.

Stefnan var á skálina vestan við Skessuhorn og fann hópurinn ákjósanlegt tjaldstæði við Katlana rétt undir Horninu. Þar var slegið upp tjaldbúðum og svo haldið í ísaxarbremsuæfingar og broddagöngu. Aðstæður voru með besta móti; gott veður og glerhart hjarn.

Allir hópar voru svo komnir aftur niður rétt fyrir sólsetur. Fólk kom sér fyrir í tjöldum sínum, eldaði kvöldmat og hélt sátt og satt í háttinn eftir langan dag.

Sunnudagurinn hófst einnig um við sólarupprás. Eftir morgunmat héldu hóparnir aftur upp í ísilagðar hlíðar og fengust við snjótryggingar og sitthvað fleira. Að því loknu voru tjaldbúðirnar teknar niður og haldið heim.

Danni og Matti fá þakkir fyrir að aka hópnum inn og út.