Fjallamennska II í Tindfjöllum sl. helgi

Vaskur hópur rúmlega 30 nýliða var við fjallamennskuæfingar í Tindfjöllum undir tryggri leiðsögn undanfara, undanrenna og annarra þaulvanra HSSR-félaga við alvöru vetraraðstæður. Hópurinn gekk úr Fljótsdal upp í Miðdal, þar sem slegið var upp tjöldum, sem flest stóðu af sér snarpar vindhviður helgarinnar. Á laugardag héldu allir hóparnir inn Skíðadal og völdu sér tinda eftir smag og behag, en lélegt skyggni og mikið hvassviðri kom í veg fyrir að einhverjum toppum væri náð. Á sunnudag var gengið niður til byggða þar sem rútan beið eftir hópnum. Nokkrir HSSR-félagar mættu á svæðið á laugardag til þess að festa æfingar nýliðanna á minniskubb og athuga skíðafærið. Vel heppnuð helgi í alla staði.

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir