Gengið á jökli 2014

Fjallahópur fór með Nýliðum 1 í göngu á Sólheimajökli nú á sunnudaginn var. Jökullinn er enn nokkuð sprunginn um sporðinn og því var gengið nokkuð upp með honum og út á hann ofar en vanalega er farið.
10750116_10152927519564954_8466339029635747756_oVeðrið lék við hópinn sem fékk þennan líka prýðisdag á jökli. Haldið var inn á jökulinn miðjan þar sem hann er sæmilega flatur. Þaðan var haldið yfir grófara landalag og farið yfir ýmsa tækni við broddagöngu.

Hádegismaturinn var tekinn niðri við íshellana sem þó voru að syngja sitt síðasta og þaðan haldið heim á leið. Þó var tekið stutt stopp nærri jökulröndinni þar sem myndarlegar sprungur kölluðu á göngufólk. Þar var skellt upp tveimur línum og allir fengu að prufa að skrúfa ísskrúfu, síga og klifra.