Klifurkvöld á M6

Einu sinni var það þannig að klifursjúklingar hjálparsveitarinnar hittust upp á Malarhöfða á fimmtudagskvöldum til að svala klifurfíkn sinni. Við Daníel Másson ætlum að endurvekja þessi fimmtudags klifurkvöld og byrjar fyrsta kvöldið á morgun.

Það er öllum velkomið að mæta á þessi klifurkvöld, stórir sem smáir, feitir sem mjóir. Þeir sem eru vanir klifri geta komið og verið öryggir með að finna sér einhvern tryggjara og þeir sem hafa aldrei klifrað áður fá smá kennslu í klifri, leiðslu, tryggingartækni o.s.fr.

Ég og Danni munum mæta um 18:00 og við gerum ráð fyrir að fólk verði í veggnum til ca. 22.

Hlökkum til að sjá ykkur 😀

—————-
Texti m. mynd: Þessi mætir á morgun
Höfundur: Ottó Ingi Þórisson