Nýliðaþjálfun: þarnæsta skref :)

Sæl, eins og skynugt fólk gat sér til, þá er næsti hittingur núna þriðjudaginn uppá Malarhöfða, eða M6 eins og hann er kallaður í daglegu tali, eins og kemur fram skýrt í dasgskránni (og já, ég biðst afsökunar ef ég fór með rangt mál).

Kvöldið verður annars vegar almenn kynning á útbúnaði sem nýtist í starfi – fjallað verður um mismundandi tegundir af skóm, lagskiptingi klæðnara, og margt fleira. Í og með verður svo helgarnámskeiðið, Ferðamennska og rötun, kynnt.

Mæting er kl. 20 og við verðum í ca. 2 tíma.

Með þessu búnaðarkynningarkvöldi lýkur eiginlegri kynngardagskrá nýliðastarfsins, umsóknarfrestur er reyndar til og með miðvikudeginunm (sjá hér). Við hvetjum því sem flesta sem ekki eru búnir að skrá sig til þess að koma og kíkja á okkur.

Ferðamennska og rötun

Hin eiginlega þjálfun hefst með helgarnámskeiðinu Ferðamennska og rötun, sem verður kennt á Úlfljóstvatni. Námskeiðið, leiðbeinendur og búnaðarlisti verða kynntar sérstaklega með pósti síðar.

Fyrirspurnir : netfang

Ef e-r ykkar hafa sérstakar fyrirspurning, pælingar eða annað sem þið mynduð vilja bera undir okkur Kormák, þá endilega gerið það: Þetta er netfangið okkar: hssr.nylidar.2015@gmail.com