Samæfing í fjallabjörgun

Danni og Brynjar ganga frá öllum spottum áður en sá síðarnefndi sígur niður til Bjarka sem þurfti að bjarga

Danni og Brynjar ganga frá öllum spottum áður en sá síðarnefndi sígur niður til Bjarka sem þurfti að bjarga

Samæfing HSSR í fjallabjörgun í umsjón undanfara var haldin 4. apríl. Farið var í Stardal þar sem þrír nýliðar dingluðu í línum fastir í háum þverhníptum kletti. Það þurfti að ná þeim niður og bera í börum niður í bíl. Unnið var í þremur hópum undir leiðsögn Ásdísar, Ottós og Dana Más og tókst að ná öllum þremur niður og koma á börur. Einkar vel heppnuð æfing í blýðskaparveðri með um 30 þátttakendum. Myndir frá æfingunni má skoða hér.