Tag Archives: bakverðir

Landssöfnun Landsbjargar

Fjallabjörgunarmenn að búa sig.Í gær, föstudag, var haldin landssöfnun fyrir Landsbjörgu þar sem meðal annars var safnað í Bakvarðasveit félagsins. Meðlimir HSSR stóðu vaktina, hvort tveggja í innhringiverinu og uppi við Búhamra þar sem fjallabjörgunarhluti útsendingarinnar fór fram.

Búðahópur setti upp tjaldið við stjórnstöðvarbíl Svæðisstjórnar, Björninn, og fjallahópur hélt upp í hamrana þar sem sett var upp kerfi til að slaka þolanda niður klettana.

Allt gekk að óskum og veðrið spilaði með, hellidembunni sem spáð var stytti upp svo samræmi var milli beinu útsendingarinnar og uppfylliefnisins sem tekið var upp um miðjan mánuðinn.

Continue reading

Bakvarðasveitin

Bakvarðasveitin

Við minnum á skemmtilega sjónvarpsdagskrá sem hefst í kvöld kl. 19.40 á Rúv þar sem fjallað verður um björgunarstarf á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Hverjir eru í björgunarsveitunum og hvað gerir þetta fólk? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í kvöld í skemmtilegum fróðleiksmolum í bland við drama, grín og spennu.

Megin tilgangurinn með þessari dagskrá er þó sá að fá fólk í Bakvarðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem styður við starfið með reglulegum fjárframlögum. Annríki í starfi björgunarsveita hefur aukist á undanförnum árum og þess vegna er nauðsynlegt að sem flestir gangi til liðs við Bakvarðasveitina og leggi sitt lóð á vogarskálarnar.