Til þeirra sem íhuga nýliðaþjálfun hjá HSSR

Á milli 35-40 gestir mættu á kynningu á nýliðaþjálfun. Fjórir fyrirlesarar upplýstu gesti um flest það sem skiptir máli í tengslum við þjálfunina og fengu svo vel valdar og góðar spurningar úr sal.

Þriðjudaginn 11. september kl. 20 verður fyrsti fundur N1 haldinn að Malarhöfða 6 (M6). Farið verður yfir þann búnað sem nýliðar munu þurfa í þjálfuninni og svo verður spjallað um það sem er framundan. Ef þú vilt hafa samband getur sent okkur póst á nylidar.2018@hssr.is.

Svo verður fyrsta námskeiðið haldið 14.-16. september, en það er Rötun og ferðamennska. Þátttakendur munu njóta þess að vera á Úlfljótsvatni yfir helgina í góðu yfirlæti. Lagt verður af stað frá M6 kl. 18.

40449326_10217472518115077_768984216124784640_o
Þátttakendur í göngunni fimmtudaginn 30. ágúst.

Þessi frétt verður notuð til að miðla upplýsingum til áhugasamra. Fylgist með hér eða á facebook.com/reykur