Stuðningur

Hengilsverkefnið

Viðhald á gönguleiðum á Hengilssvæðinu.

Rekstur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík kostar mikla fjármuni árlega og er hann að langmestu leyti fjármagnaður með framlagi félaga í sjálfboðavinnu.

Þeir vinir og velunnarar sveitarinnar sem vilja leggja henni lið með fjárframlagi geta gert það með því að leggja beint inn á bankareikning hennar:

Reikningsnúmer: 311-26-2729
Kennitala: 521270-0209

Styrktu okkur og lækkaðu skattgreiðslur
Hjálparsveit skáta í Reykjavík er skráð í Almannaheillaskrá Skattsins sem veitir styrktaraðilum rétt til lækkunar á skattstofni í samræmi við reglur sem hægt er að nálgast hér. Eftirfarandi lýsir því helsta í því samhengi:

“Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10-350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. Jafnframt er rekstraraðila heimilt að færa til frádráttar 1,5% af rekstrartekjum vegna framlaga til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun, s.s. aðgerða í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis o.s.frv. Því getur heildarhlutfall frádráttar í atvinnurekstri vegna gjafa og framlaga til almannaheilla og kolefnisjöfnunar orðið alls 3% af rekstrartekjum.”

Hér er hægt að senda inn beiðni um útgáfu kvittunar vegna Almannaheillastyrks.

Einnig er hægt að styðja okkur á vef Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

Með kærri þökk fyrir stuðninginn.