Útkall F2 gulur

Útkall F2 gulur, slasaður göngumaður í Esju

Útkall F2 gulurSíðdegis í gær, 25. mars, barst beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð við slasaðan göngumann í Esju. Viðbragð félaga í HSSR var snöggt og var fyrsti bíll farinn úr húsi, fullskipaður, um 15 mínútum eftir að boðin bárust. Alls komu 21 félagar að þessari aðgerð og 12 voru í viðbragðsstöðu.
Aðgerðin gekk vel, hinn slasaði var fluttur á sexhjóli Kyndlismanna áleiðis að sjúkrabíl, þaðan sem hann var fluttur á slysadeild. Veður var gott.
Þetta var fysta útkall nokkurra nýinngenginna félaga og óskum við þeim alls góðs í störfum sínum fyrir félagið.