Útkall F2 rauður á Keflavíkurflugvelli

Kl. 18:46 í dag bárust F2 rauður útkallsboð frá Neyðarlínu þar sem greint var frá því að bilun hefði orðið í hjólabúnaði flugvélar frá Icelandair. Alls brugðust 32 félagar frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík við og héldu á biðsvæði þar sem beðið var nánari fyrirmæla.

Kl. 21:17 lenti vélin án vandkvæða á Keflavíkurflugvelli og fór björgunarfólk af biðsvæði skömmu síðar.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson