Þó að allt sé á útopnu hjá Neyðarkallssölufólki er samt tími til að lýta í myndavélina.
Takk, takk allir þeir sem hafa stutt okkur í dag.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson
Nú er Neyðarkallssalan hafin en hún er ásamt flugeldasölu stærsta fjáröflun björgunarsveitanna.
Sölufólk HSSR verður á Korputorgi, í Spöng og Húsgagnahöll ásamt því að selja við bensínstöðvar og matvöruverslanir á Ártúnshöfða og í Grafarvogi.
Keyptu kall. Það skiptir ekki öllu máli hvar eða af hverjum, bara að þú sýnir okkur stuðning í verki.
—————-
Texti m. mynd: Kall ársins, kafarinn, fremstur meðal jafningja.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson
Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Malarhöfða 6 og hefst klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti:
1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra2. Fundarstjóri skipar fundarritara3. Inntaka nýrra félaga4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR6. Skýrslur nefnda7. Lagabreytingar8. Kosningar9. Önnur mál
Til að fundur geti hafist þarf þriðjungur fullgildra félaga að mæta. Við biðjum því félaga að mæta tímanlega.
—————-
Höfundur: Kristjón Sverrisson
Lagabreytingatillagan sem kynnt var á síðasta sveitarfundi hefur nú verið lögð inn á heimasíðuna okkar undir hlekknum 'Gögn'.
Tillagan er unnin af stjórnskipaðri nefnd sem tók sér góðan tíma í verkið. Engar meginbreytingar felast í tillögunni þó rétt sé að vekja athygli á eftirtöldum breytingum (sjá nánari skýringar í tillögunni):
Tekið út að HSSR sé aðili að Skátasambandi Reykjavíkur.Ákvæði um gestaaðild er nýmæli.Bætt er inn kafla um nýliða. Grein um fundi er skipt upp í aðal- og sveitarfundi.Fundaskipulag stjórnar einfaldað og bætt inn að æski 3 stjórnarmenn eftir fundi skuli hann haldinn.Krafa um löggilta endurskoðun reikninga felld út og innri skoðunarmönnum fjölgað í 2.Fest í lög skylda stjórnar til að bóka ákvarðanir varðandi ráðstöfun í og úr rekstrarsjóði.Stjórn HSSR leggur tillögu að skipulagi sveitarinnar fyrir sveitarfundi í stað þess að setja reglugerð um flokka. Tillagan verður til afgreiðslu á aðalfundi HSSR sem er á dagskrá í nóvember 2012.
—————-
Texti m. mynd: Með lögum er byggt, ólögum eytt.
Höfundur: Örn Guðmundsson
Afmælisárshátíð HSSR verður haldin á Icelandair hótel Reykjavík Natura laugardaginn 10. nóvember. Húsið opnar klukkan 19.30 með fordrykk og síðan verður sest til borðs kl. 20.00. Miðaverð er aðeins 6.500 kr. Miðasala er hafin og lýkur þriðjudaginn 6. nóvember. Greitt með millifærslu inn á reikning HSSR númer 0301-26-102729, kennitala 521270-0209. Við viljum hvetja alla félaga HSSR starfandi sem minna starfandi til að mæta, rifja upp skemmtileg ár og njóta þess að vera með skemmtilegu fólki. Nánari upplýsingar í kynningarblaði geymt undir hlekknum gögn hér á siðunni.
—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson
Ráðstefnan Björgun verður haldin 19. til 21. október á Grand hotel Reykjavík. Yfir 60 fyrirlestrar verða í boði auk kynningarbása. Dagskrá stendur frá föstudegi til sunnudags og ráðstefnugjald er 12.500 krónur. Fyrirlestrar á erlendu tungumáli er þýddir á íslensku. HSSR greiðir fyrir félaga með því skilyrði að þeir sjái sér fært um að vera virkir á ráðstefnunni (nokkrir fyrirlestrar) og hafi verið virkir í starfi sveitarinnar á undanförnu ári. Þetta gildir einnig fyrir N-II.
Hér er um að ræða svokallaða brons áskrift að ráðstefnunn HSSR félagar eru hvattir til að kynna sér dagsrá og skoða hvort þeir eigi ekki erindi á nokkur erindi – ) Þáttaka á námskeið sem eru í boði samhliða ráðstefnunni er samkvæmt reglum HSSR um námskeið.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson
Alls tóku 29 félagar HSSR þátt í flugslysaæfingu í dag á Reykjavíkurflugvelli. Alls tóku um 100 félagar SL þátt í æfingunni.
Hlúa þurfti að rúmlega 100 sjúklingum, greina og flytja þá mest slösuðu á sjúkrahús.
Æft var samkvæmt drögum að nýrri viðbragðsáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll.
—————-
Texti m. mynd: Ekki vantaði fjarskipti á Reykjavíkurflugvelli.
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson
Undanfarar eru hópur innan HSSR sem sérhæfir sig í leit og björgun við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi. Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og er að jafnaði um 5 manna hópur í þjálfun hverju sinni sem tekur virkan þátt í öllu starfi að undanfaraútköllum undanskildum.
Nú leitum við að tveimur einstaklingum sem hafa áhuga á að koma að starfa með hópnum. Leitað er eftir fullgildum félögum sem sjá fram á að starfa með hópnum til lengri tíma þar sem þjálfunarferli undanfara tekur tvo vetur.
Áhugasamir sendi umsókn í tölvupósti á Danna á dam3[hjá]hi.is. Í umsókninni þarf að koma fram meðal annars hversu mörg ár þú hefur verið í hjálparsveit, hvaða auka námskeiðum þú hefur lokið og hvers konar fjallamennskureynslu þú hefur. Athugið að í þjálfun með Undanförum er þess krafist að menn sæki sér stöðugt aukna fjallamennskureynslu á eigin vegum jafnframt því æfa með Undanförum. Allar nánari spurningar um það hvað felst í starfinu eru mjög velkomnar.
Umsóknarfrestur er út sunnudaginn 7. október.
Undanfarar
—————-
Texti m. mynd: Við viljum þig!
Höfundur: Daníel Másson
Birgir Blöndahl í Undanrennum er nú farinn til Patagoniu í Chile þar sem hann er að byrja á sex vikna námskeiði hjá fjallamennskuskóla í suður Chile (http://mountaineeringtrainingschool.com/ ). Námskeiðið byrjar í byggð þar sem verið er að undirbúa ferðina inn á jökul. Á miðvikudag fer hann inn á jökul og verður samfleytt þar í fimm og hálfa viku í tjaldi og snjóhúsum. Nemendur í hópnum eru 6 – 8 auk fjögurra leiðbeinenda. Námskeiðið felst í fjalla- og ferðamennsku við krefjandi aðstæður þar sem markmiðið er meðal annars að gera þátttakendur hæfari í að leiða og skipuleggja fjallaferðir auk þess að gera þátttakendur hæfari í að bjarga sér og öðrum við erfiðar aðstæður. HSSR veitir styrk til ferðarinnar þar sem öll slík reynsla og þekking er kærkominn inn í starfið hér heima.
Upphafsstaður námskeiðsins er Coihaique í suður Chile.
—————-
Texti m. mynd: Á leið á Hrútfjallstinda
Höfundur: Arngrímur Blöndahl
Ráðstefnan Björgun verður haldin 19. til 21. október á Grand hotel Reykjavík. Yfir 60 fyrirlestrar verða í boði auk kynningarbása. Dagskrá stendur frá föstudegi til sunnudags og ráðstefnugjald er 12.500 krónur. Fyrirlestrar á erlendu tungumáli er þýddir á íslensku. HSSR greiðir fyrir félaga með því skilyrði að þeir sjái sér fært um að vera virkir á ráðstefnunni (nokkrir fyrirlestrar) og hafi verið virkir í starfi sveitarinnar á undanförnu ári. Þetta gildir einnig fyrir N-II.
Hér er um að ræða svokallaða brons áskrift að ráðstefnunn HSSR félagar eru hvattir til að kynna sér dagsrá og skoða hvort þeir eigi ekki erindi á nokkur erindi – ) Þáttaka á námskeið sem eru í boði samhliða ráðstefnunni er samkvæmt reglum HSSR um námskeið.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson