Ég var svo heppin að hann Smári Sig varaformaður SL og félagi í Súlum bauð mér norður á sleða s.l. miðvikudag. Farið var í Fjörður og Flateyjardal og m.a. kíkt á neyðarskýli í Þorgeirsfirði. Allt var á kaf í snjó og veðrið gat ekki verið betra. Þessir fjallasalir eru magnaðir og mikið var gaman að geta ekið á vélasleða alveg niður í flæðarmál á þessum árstíma. Vonandi hef ég tækifæri á að fara fljótlega aftur á þessar slóðir því nóg er að skoða. Hér eru nokkrar myndir úr túrnum sem ég tók undir möppunni „Enn nægur snjór“
http://web.mac.com/s.sigurdsson
—————-
Texti m. mynd: Hvalvatnsfjörður
Höfundur: Kristinn Ólafsson