Undanfarar og -rennur HSSR héldu farandskíðakeppnina 2007 á miðvikudagskvöldið var. Fyrir rétt um ári vann lið Undanfara HSSR þessa keppni og tók við bikarnum frá HSSK sem vann 2005. Því féll það í okkar hlut að halda keppnina í ár. Við stefnum að því að halda hana aftur 2009…
Keppnin fór fram í rokinu og frostinu í Bláfjöllum. Keppnin var ræst kl. 19 og fólst hún í því að lið Undanfara höfuðborgarsvæðisins æddu upp brekkurnar á skíðum og skinnum, bjuggu til skíðabörur, skíðuðu með þær niður og drógu upp, athuguðu snjóalög og framkvæmdu snjóflóðapróf, leituðu að ýlum og enduðu svo í stökkkeppni.
Keppendur sýndu mikið harðfylgi og tóku ærlega á því. Ekkert lið réð þó við lið HSSK sem sigraði glæsilega. Allir komust heilir heim og enginn festist í lyftunum.
Fleiri myndir frá Brynju á hlekknum hér að neðan:
—————-
Vefslóð: bh.smugmug.com/gallery/2367366
Texti m. mynd: Steppó afhendir HSSK Farandskíðin – tímabundið…
Höfundur: Hálfdán Ágústsson