Fjall kvöldsins – fyrsta ganga vetrarins

Í vetur verður, eins og í fyrra, gengið mánaðarlega á fjall í nágrenni Reykjavíkur. Fyrsta ganga vetrarins verður fimmtudaginn 9. september en þá verður gengið á Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Fjallið er um 340 m á hæð og áætlaður uppgöngutími er 1-1,5 klst. Nýliðar vetrarins eru sérstaklega boðnir velkomnir en gönguröðin Fjall kvöldsins er m.a. hugsuð sem kynning á fjöllum í nágrenni borgarinnar. Allir aðrir félagar sveitarinnar eru hvattir til að mæta enda mikilvægt að viðhalda þekkingu á aðstæðum á og við fjöllin í grennd við borgina.Mæting er á Malarhöfðann kl. 17:45 og lagt verður af stað kl. 18:00. Akstur verður á vegum sveitarinnar og einkabílum ef þörf verður á. Munið eftir góðum skóm, hlýjum fatnaði, höfuðljósi ef til er og jafnvel smá nestisbita. Minni einnig á góða skapið sem er bráðnauðsynlegt í ferðum sem þessum :DSjáumst

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir