Undanfararnir viðruðu sig á dögunum og héldu í Stardalinn til að æfa og rifja upp fjallabjörgun.
Æfingin var í alla staði vel heppnuð og farið var vel í uppsetningu á hefðbundnu fjallabjörgunarkerfi við raunverulegar aðstæðar. Sigið var niður í Stiftamtinu með börurnar láréttar og dobblað aftur upp. Veðrið var hið ákjósanlegasta og félagskapurinn gerist vart betri. Öll tól og tæki voru reynd til hins ítrasta, og bæði Stiftamtið og græjurnar fengu að kenna á því. Helsti lærdómurinn er að það þarf reglulega að rifja upp og með 5 manns má leysa svona verkefni en það er heldur mælt með því að hafa fleiri til taks…
Nokkrar myndir á myndasíðu.
—————-
Texti m. mynd: Börurnar komnar upp á brún og
Höfundur: Hálfdán Ágústsson