Fjölskyldudagur í Skálafelli

Dásamlegt veður, Boli og sleðar að ferja upp, renna sér niður á skíðum, brettum, sleðum og slöngum. Slaka svo á og fá sér pulsu, svala, kakó og kex. Hljómar eins og uppskrift að dásamlegum degi.

Alls voru um 70 skráðir til leiks, félagar, tilvonandi félagar allt frá eins árs aldri, systkini, kærustur og kærastar. Dagurinn tókst frábærlega. Að vísu komu útköll inn í dagskránna sem ekki hafði verið gert ráð fyrir en því var að sjálfsögðu bara reddað.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson