Að hausti býðst áhugasömu fólki að skrá sig í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjvík. Þetta er krefjandi og spennandi ferli þar sem nýliðar læra á fyrra árinu að vera sjálfbjarga í erfiðum aðstæðum og á seinna árinu að verða fagfólk í leit og björgun.
Haldnir verða tveir kynningarfundir, fimmtudaginn 27. ágúst og þriðjudaginn 1. september kl. 20 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Fundirnir verða fyllilega í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru vegna Covid-19. Til þess að hægt verði að tryggja réttan fjölda fólks og lágmarks fjarlægð á milli gesta biðjum við áhugasama um að skrá sig á þann fund sem hentar þeim.
Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.