Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar er framundan. Þingið verður haldið í Reykjanesbæ dagana 18. og 19. maí nk. Í tengslum við þingið verður árshátíð SL haldin laugardagskvöldið 19. maí og Björgunarleikarnir fyrr þann sama dag.
Öllum félögum er velkomið að sitja þingið. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar skutlist til Reykjanesbæjar kvölds og morgna á Reyk – 15. Þau ykkar sem hafið áhuga á að sitja þingið eru beðin um að senda póst á haukur@mimir.is
Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins, björgunarleika og aðrar uppákomur er að finna á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Höfundur: Haukur Harðarson