Þrír hressir, en fjölskyldulausir, garpar skelltu sér í eiginn leiðangur á dögunum. Undanfarinn Hálfdán með tvo búðinga, þau Gulla og Hrafnhildi, sér við hlið, fóru á Snæfellsjökul að heilsa nýju sumri. Veðrið var kannski ekki eins og best verður á kosið, t.a.m. voru leiðangursmenn ekki vissir hvaða toppur var klifinn. Var skíðað og gengið til skiptis eftir smag og behag. Nokkrar myndir komnar á myndasíðuna.
—————-
Texti m. mynd: Paa topptur
Höfundur: Hálfdán Ágústsson