Sveitarfundur

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til almenns sveitarfundar þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Dagskrá

  • Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  • Inntaka nýrra félaga.
  • Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulega sveitarfundi.
  • Starfsáætlun vetrarins.
  • Kaffihlé.
  • Önnur mál.
  • a. Nokkur orð frá sveitarforingja (nýliðun, markaðsmál, fjáröflun, upplýsingatækninefnd, árshátíð, uppstillingarmál o.fl.).
  • b. Kynning frá bækistöðvarhópi og útkallsmál.
  • c. Dagskrármál.
  • d. Breytingar á sjúkrahópi.
  • e. Kynning á skýrslu tækjakostsnefndar.
  • f. Enn önnur mál.

Rétt er að benda á að hugsanlegar lagabreytingar á aðalfundi þarf að kynna á þessum fundi.