Sveitarfundur 28 janúar 2020

Sveitarfundur HSSRSveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2020, klukkan 19:00, í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Það verður örugglega talað um húsnæðismál og því er mjög sniðugt að mæta ef menn hafa eða vilja mynda sér skoðun á því.