Tiltekt og þrif

Þriðjudagskvöldið 16. mars frá kl. 20.00 til 22.00 verður þrifið á M6. Tekinn verður skurkur á efri hæðinni og í sturtum og skáparýmum. Síðast var það tækjageymslan og það gekk mjög vel. Frábær mæting. Sveitarforingi verður verkstjóri og kaffikannan í gangi. Einnig tilvalið kvöld til að taka síðustu handtökin í birgðageymslu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson