Tvö útköll á sumardaginn fyrsta

Hjálparsveit skáta var kölluð út í tvö útköll síðdegis sumardaginn fyrsta. Hið fyrra var undanfaraútkall vegna svifdrekaslyss í nágrenni Hveragerðis. Hið síðara hófst sem undanfaraútkall vegna einstaklings í sjálfheldu í Esjunni. Það breyttist fljótt í leit og kom heildarútkall í kjölfarið. Alls komu 32 einstaklingar að þessum tveimur útköllum.

—————-
Höfundur: Þorbjörg Hólmgeirsdóttir