Undanfarar á Nagg í Vesturbrúnum

Helgi, Hálfdán og Andri skelltu sér á Nagg í Vesturbrúnum Esju í blíðunni á laugardaginn. Þetta er skemmtileg fjallganga með léttum íshöftum og snjóbrekkum sem endar á hálfgerðu einstigi yfir klettabrú að tindinum sjálfum. Það er kirfilega hægt að mæla með fjallgöngum og klifri í ævintýralegu landslaginu í Vesturbrúnum Esjunnar en það er alltaf jafn undarlegt hve vanmetið þetta klifursvæði í bakgarði okkar er.

Sjá einnig fréttastúf Andra á vef Ísalp, http://isalp.is/forum.php?op=p&t=974

—————-
Texti m. mynd: Hálfdán og Andri ganga yfir klettabrúnna að Nagg
Höfundur: Hálfdán Ágústsson