Útkall F2 gulur

Útkall F2 gulur, týnd kona á höfuðborgarsvæðinu

Útkall F2 gulurKl. 01:05 barst Hjálparsveit skáta í Reykjavík tilkynning um útkall og var um að ræða týnda konu á höfuðborgarsvæðinu.

Alls brugðust 10 félagar við og mættu upp á Malarhöfða 6 og aðrir 7 lýstu sig reiðubúna til þess að mæta síðar ef þörf krefði. Útkallið var afturkallað rúmlega 40 mínútum síðar þegar konan fannst heil á húfi.