Útkall F1 rauður

Útkall Neyðarstig Rauður – Keflavíkurflugvöllur

Útkall F1 rauðurFélögum í Hjálparsveit skáta í Reykjavík barst tilkynning í kvöld kl. 22:33 þess efnis að Boeing 757 þota væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með bilaðan vökvabúnað. Alls brugðust 26 félagar við og var fyrsti hópurinn farinn úr húsi þegar afturköllun barst 17 mínútum síðar.