Útköll

Þrjú útköll voru í vikunni 13. til 18. ágúst Á þriðjudeginum var kallað út vegna týndrar konu við Glym og 32 félagar voru komnir í hús eða voru á leið í hús þegar hún kom í leitirnar. Aðfararnótt miðvikudags var virkjuð flugslysaáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar í rússneskri vél sem var á leið til BNA. Alls sinntu 16 félagar því útkalli og fóru með tæki og búnað á söfnunarstað í álverið í Straumsvík.

Seinni part laugardags var síðan beðið um aðstoð vegna fótbrotinnar konu í Brynjudal. Hún var töluvert frá vegi og þurfti að bera hana í sjúkrabíl. Alls sinntu 11 félagar þessu útkalli.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson