Vilt þú verða nýliðaforingi?

Auglýst er eftir áhugasömum félögum til að taka að sér umsjón með nýliðum sem hefja þjálfun næsta haust.  Leitað er að tveimur félögum sem:

  • Hafa starfað með sveitinni sem fullgildir félagar í a.m.k. 2 ár
  • Eru vel tengdir innan sveitarinnar og hafa reynslu af sem flestum þáttum í starfinu
  • Eiga gott með að vinna með alls konar fólki
  • Eru reiðubúnir að sjá um nýliðastarf þangað til nýliðarnir ganga inn í sveitina árið 2015
  • Eru gjarnan af sitt hvoru kyninu

Einstaklingar geta sótt um en svo er líka hægt að sækja um tvær, tveir eða helst tvö saman.  Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar til Einars Ragnars á netfangið eragnarsig@gmail.com fyrir næsta stjórnarfund sem er þriðudag 16. apríl kl. 18. en þá verða umsóknir skoðaðar.

– Stórn HSSR