Línubrú á Höfðatorgi

Undanfararnir bjuggu til línubrú frá toppi Höfðaturns niður á jörðu á Menningarnótt. Er þetta í þriðja skiptið sem þessi sýning er haldin og heppnaðist hún að öllu leyti vel.
Oft er talað um að það sé kalt á toppnum en það átti ekki við í þetta skiptið því að svo heitt var á toppi Höfðaturns að föt fengu að fjúka!

Við þökkum aðstandendum Höfðatorgs kærlega fyrir að fá okkur í þetta skemmtilega verkefni.

—————-
Höfundur: Hanna Lilja Jónasdóttir