Nýliðaþjálfun HSSR
Í HSSR er boðið upp á öfluga nýliðaþjálfun sem hefst í byrjun september ár hvert. Dagskráin verður kynnt á opnum fundum þann 25. og 27. ágúst þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að kynna sér þjálfunaráætlun nýliða, starf sveitarinnar, aðstöðuna og tækin. Þar er einnig hægt að hitta nýliða og félaga sveitarinnar og fá svör við spurningum.
Fundirnir fara fram í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 (M6) og hefjast kl. 19:00.
Hagnýtar vefslóðir
- Kynningarbæklingur um nýliðastarfið tímabilið 2024-26 (nýr bæklingur væntanlegur fyrir tímabilið 2025-27).
- Umsókn um nýliðaþjálfun í HSSR.
Almennt um nýliðaþjálfun
Nýliðaþjálfunin tekur að jafnaði 21 mánuð. Mikil áhersla er lögð á liðsheild og samvinnu en jafnframt á að byggja upp frumkvæði einstaklingsins sem og getu hans til sjálfsbjargar. Á meðan þjálfuninni stendur kynnast nýliðar öllu því sem felst í starfi björgunarsveita og sækja skyldunámskeið, æfingaferðir, nýliðakvöld (haldin að jafnaði annan hvern mánudag) og taka þátt í fjáröflunum.
-
Fyrsta árið (N1) einblínir á grunnþjálfun í öryggi og færni fyrir aðstæður í björgunarstörfum. Það verður nóg að gera í námskeiðum, ferðum og æfingum!
- Seinna árið (N2) krefst meira sjálfstæðis en á því fyrra. Nýliðar 2 hefja störf með hópum sveitarinnar og sjá enn meira um sinn framgang í þjálfuninni auk þess sem ljúka þarf nokkrum skyldunámskeiðum.
Þátttakendur þurfa að vera líkamlega og andlega vel undirbúnir, tilbúnir í krefjandi verkefni, með góð tök á íslensku og sýna frumkvæði og seiglu.
Mikilvægar dagsetningar haustið 2025
Ef þú hefur áhuga á þátttöku skaltu taka eftir eftirfarandi viðburðum:
📌 3. september: Kvöldganga á Helgafell í Hafnarfirði – mæting á M6 kl. 17:30.
📌 6. september: Dagsganga á Vörðuskeggja – mæting á M6 kl. 08:00.
📌 8. september: Búnaðarkynning á M6 kl. 19:00.
📌 10. september: Umsóknarfrestur nýliðaþjálfunar rennur út.
📌 12.-14. september: Námskeið í ferðamennsku og rötun á Úlfljótsvatni.
📌 23. september: Nýliðakvöld.
📌 26.-28. september: Helgargönguferð, gist í tjöldum.
✅ Mikilvægt: Ef þú ætlar að taka þátt í nýliðaþjálfun skaltu tryggja að þú getir verið með í þessum viðburðum!
Námskeið á þjálfunartímanum
Fyrsta árið er lögð áhersla á að nýliðar verði sjálfbjarga og geti tryggt eigið öryggi í björgunaraðgerðum. Helstu námskeið eru:
- Ferðamennska og rötun
- Fyrsta hjálp
- Fjallamennska
- Fjarskipti
- Félagastuðningur
- Gengið á jökli
- Snjóflóð 1
- Straumvatnsbjörgun
- Leitartækni
Auk námskeiða taka nýliðar þátt í fjölmörgum ferðum, m.a. vetrarferðum með tjöldum, gönguskíðaferðum og snjóhúsabyggingu.
Fullgilding nýliða
Flestir félagar verða fullgildir 21 mánuði eftir að þjálfun hefst. Á meðan þjálfuninni stendur er hver nýliði metinn af umsjónarfólki þjálfunar sem og leiðbeinendum námskeiða. Matskröfur byggja á því að fólk nýtist í björgunarstarfi og er m.a. tekið mið af mætingu, frammistöðu, áhuga og félagslegri hæfni. Fullgilding nýliða fer fram á aðalfundi HSSR í maí, á seinni ári þjálfunar.
Til að ljúka þjálfun þarf að:
✅ Klára og standast ákveðin skyldunámskeið.
✅ Hafa tekið þátt og sýnt áhuga og frumkvæði á námskeiðum, í æfingaferðum og á nýliðakvöldum.
✅ Sýna virkni í starfi sveitarinnar og eiga gott með að vinna með hópi fólks.
Fjáröflun – mikilvægur hluti af starfinu
Starf HSSR er alfarið fjármagnað með fjáröflunum og því er ætlast til að nýliðar taki virkan þátt. Meðal fjáröflunarverkefna HSSR eru:
💥 Sala á flugeldum og Neyðarkalli
🚧 Viðhald gönguleiða á Hengilssvæðinu.
🎆 Uppsetning og framkvæmd flugeldasýninga.
Öflug þátttaka í þessum verkefnum er lykilatriði fyrir áframhaldandi starf sveitarinnar.
Hafðu samband
📧 Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að senda okkur póst á nylidar@hssr.is.