Ný stjórn kosin

Á þriðjudaginn 14.5.2024 var kosin ný stjórn Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Það er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu sveitarinnar í 92 ár er það kona sem kosin var sveitarforingi en það er Ásta Rut Hjartardóttir sem er Jarðeðlisfræðingur að mennt og byrjaði hún nýliðaferilinn sinn í HSSR árið 2012.

Sömuleiðis er það eflaust í fyrsta skipti sem meirihluti stjórnar eru konur.

Á sama aðalfundi var einnig samþykkt að breyta lögum sveitarinnar en ein breytingin var við greinina er varðar uppstillinganefnd, þar bættist við eftirfarandi texti : “Uppstillingarnefnd skal stuðla að því að tryggja jafnræði kynjanna í stjórn HSSR.”

Fráfarandi stjórn HSSR óskar nýrri stjórn innilega til hamingju!

Á meðfylgjandi mynd má sjá nöfn þeirra sem voru kosin í stjórn ásamt mynd af þeim frá sínum fyrsta fundi í kvöld.

Frá vinstri: Sigríður Gyða, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóhanna, Ásta Rut, Sigurlaug Kjærnested, Markús Auðunn, Kjartan Óli

Þrettándasala flugelda

Í dag föstudag og á morgun verðum við með opna flugeldasöluna okkar á Malarhöfða 6 fyrir þrettándann, endilega kíkið við og nælið ykkur í flugelda, nóg úrval til🎆

Opnunartímar á Malarhöfða 6, 110 Reykjavík :

◾️ 4. janúar: 17:30-21:00
◾️ 5. janúar: 17:30-21:00
◾️ 6. janúar: 10:00-18:00

Ath búið er að loka fyrir netpantanir til að tryggja rétt vöruframboð en úrvalið má engu að síður skoða þar á https://flugeldar.hssr.is🎇

Ath uppseld vara í netverslunni gæti leynst á Malarhöfða 6 þar sem einhverjar skekkjur gætu verið í lagerhaldinu.

Vefverslun flugeldasölunnar opnuð!

This image has an empty alt attribute; its file name is ertu-ad-leita-ad-flugeldum-1024x536.jpg

Vefverslun flugeldasölu Hjálparsveit skáta í Reykjavík (https://flugeldar.hssr.is) opnaði í gær, þar sem landsins mesta úrval af flugeldum fæst.

Upplýsingar um opnunartíma sölustaða má svo finna á :
https://flugeldar.hssr.is/pages/opnunartimar

Kláraðu kaupin á netinu í róg og næði heima, þú velur vörur, borgar og sækir svo til okkar á Malarhöfða 6.

Netpantanir eru afhentar 28-31 desember í húsnæði hjálparsveitarinnar við Malarhöfða 6 en við hvetjum fólk til að mæta 28 desember til að minnka álag á sölustað okkar.

Sprengjum nú þetta ár í burtu – Hjálparsveit skáta skaffar dótið!

Útkall til þín – Nýliðaþjálfun 2023-2025

Fátt er meira gefandi en að koma öðrum til hjálpar. Sumar, vetur, dag, nótt, leit og björgun. Það munar um hvert og eitt í hópi björgunarfólks sem mætir og leggur sitt lóð á vogarskálarnar.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík býður áhugasömu fólki upp á þjálfun svo það geti orðið fullgilt björgunarfólk. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið getur þú mætt á kynningarfund og fengið þar allar upplýsingar. Þessir fundir verða haldnir í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 fimmtudaginn 24. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 20:00.

Endilega skráið ykkur á viðburðina fyrir neðan.
Fyrri fundur- https://fb.me/e/3VayChtH4
Seinni fundur- https://fb.me/e/tla8y8Gu
Nánari upplýsingar á HSSR.is/nylidar

Sjá kynningarmyndband á Facebook hér : https://www.facebook.com/reykur/videos/299432489422441

Vefverslun flugeldasölunnar opnuð!

This image has an empty alt attribute; its file name is ertu-ad-leita-ad-flugeldum-1024x536.jpg

Vefverslun flugeldasölu Hjálparsveit skáta í Reykjavík (https://flugeldar.hssr.is) opnaði í dag, þar sem landsins mesta úrval af flugeldum fæst.

Upplýsingar um opnunartíma sölustaða á finna á :
https://flugeldar.hssr.is/pages/opnunartimar

Nú hefur aldrei verið mikilvægara að klára kaupin á netinu, þú velur vörur, borgar og sækir svo til okkar á Malarhöfða 6.

Netpantanir eru afhentar 28-31 desember í húsnæði hjálparsveitarinnar við Malarhöfða 6 en við hvetjum fólk til að mæta 28 desember til að minnka álag á sölustað okkar.

Sprengjum nú þetta ár í burtu – Hjálparsveit skáta skaffar dótið!

Hjálparsveit skáta í Reykjavík 90, opið hús

Í tilefni af því að í ár fagnar Hjálparsveit skáta í Reykjavík 90 ára afmæli vilja félagar hennar gleðjast með íbúum í heimahverfum hennar og bjóða þeim að mæta á opið hús að Malarhöfða 6 laugardaginn 12. nóvember á milli kl. 12-14 og fræðast um allt það sem hún hefur upp á að bjóða. Margt verður til gamans gert; hægt verður að skoða tæki sveitarinnar og takast á við léttar og skemmtilegar þrautir.

HSSR var formlega stofnuð árið 1932, en hafði verið starfrækt óformlega um nokkurra ára bil þar á undan. Sveitin er því önnur elsta björgunarsveit landsins og sú elsta sem hefur starfað óslitið undir sömu merkjum. Lögreglan hafði þá um nokkurra ára skeið fengið skáta sér til aðstoðar í erfiðum aðgerðum þar sem reynsla þeirra af útivist og fjallamennsku gagnaðist vel. Í byrjun var sveitin nefnd Hjálparsveit skáta, en þegar fleiri slíkar sveitir komu fram á sjónarsviðið var hún nefnd Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Frá stofnun hefur starf sveitarinnar verið með miklum blóma og hefur það verið lán hennar að hafa alla tíð á að skipa úrvalsliði í félagahópnum og eiga gott bakland hjá íbúum allt um kring.

Sveitin hefur haft aðsetur að Malarhöfða 6 undanfarin 25 ár í góðu sambýli við nágranna sína í Grafarvogi, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal. Félagar hennar hafa t.d. tekið þátt í hverfadögum undanfarin ár og boðið upp á klifurvegg þar sem áhugasamir hafa getað tekið sín fyrstu skref í klifurlistinni.

Sjáumst hress og kát á laugardaginn kemur!

Myndir: Google Photos

Sveitarfundur 27. september 2022

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til sveitarfundar þriðjudaginn 27. september klukkan 19:00 á Malarhöfða 6.

Dagskrá sveitarfundar samkvæmt lögum HSSR:

 1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
 2. Inntaka nýrra félaga.
 3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
 4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
 5. Önnur mál.

Félagar með mál sem þeir vilja ræða undir liðnum Önnur mál eða erindi sem þeir vilja flytja á fundinum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnarmeðlim eða bera það upp við fundarstjóra á fundinum.

Skráning: hssr.d4h.org/team/events/view/557285

Kynning á nýliðaþjálfun 2022

Nýliðar á leitartækninámskeiði hjá Úlfljótsvatni.

Í lok ágúst verður nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í máli og myndum í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Þátttaka í starfi hjálparsveita er góð og gefandi dægradvöl sem hentar þeim vel sem hafa brennandi áhuga á að gera öðrum gott.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér hvað sveitin hefur að bjóða, þá getur þú skráð þig á lista svo við getum sent þér póst þegar búið er að ákveða dagsetningar fyrir kynningarfundi. Öllum er frjálst að mæta og kynna sér hvað er í boði og hvort það sé eitthvað fyrir þau.

Nánari upplýsingar er að finna á hssr.is/nylidar.

Aðalfundur 2022

Stjórn boðar til aðalfundar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí klukkan 19:00 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

 1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
 2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
 3. Inntaka nýrra félaga.
 4. Skýrsla síðasta starfsárs.
 5. Samþykkt ársreiknings.
 6. Rekstrarsjóður.
 7. Skýrslur nefnda.
 8. Lagabreytingar.
 9. Kosningar:
  a. sveitarforingja.
  b. gjaldkera.
  c. meðstjórnenda.
  d. trúnaðarmanns.
  e. skoðunarmanna reikninga.
  f. uppstillingarnefndar.
 10. Önnur mál.