Hafa samband við HSSR 💬📬
Hvort sem þú ert með almenna fyrirspurn, samstarfstillögu eða ert félagi sem þarft að leita trúnaðar, þá erum við alltaf reiðubúin að hlusta og svara.
Almenn erindi og fyrirspurnir
Árni Árnason – starfsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
📧 starfsmadur@hssr.is
📞 577-1212
Starfsmaður svarar erindum sem tengjast daglegum rekstri sveitarinnar, samstarfi, reikningum og öðrum almennum málum. Starfsmaður er venjulega við fyrir hádegi virka daga.
Trúnaðarmaður félagsins
Lára Ágústa Kristjánsdóttir – trúnaðarmaður HSSR
📧 Netfang trúnaðarmanns má finna á innri vef sveitarinnar.
Trúnaðarmaður er kjörinn af félögum til að gæta velferðar, styðja við félaga og standa vörð um réttindi innan sveitarinnar. Trúnaðarmaður er tiltækur ef þú þarft einhvern að tala við í trúnaði eða hefur áhyggjur tengdar samskiptum eða innra starfi.
Stjórn sveitarinnar
Ef erindi snúa að stjórnarstörfum eða málefnum félagsins almennt má senda tölvupóst á:
📧 stjorn@hssr.is
➡️ Sjá nánari upplýsingar um stjórn sveitarinnar hér
Heimilisfang
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Malarhöfði 6
110 Reykjavík
Hafa samband
Ef þú vilt senda okkur fyrirspurn í gegnum vefinn geturðu notað formið hér að neðan. Skilaboðin berast í almenna netpósthólfið okkar og við svörum eins fljótt og kostur er.
🔺 Athugið: Ef erindið er áríðandi og varðar hjálparbeiðnir eða neyðartilvik, vinsamlegast hringdu í 112.