Um 40 HSSR félagar í Hekluferð.

Þetta var með betri túrum sem ég hef farið í með hjálparsveitinni. Allir fengu eitthvað að gera. Reykur 4 stóð sig með prýði og Ásinn var mjög traustur. Jepparnir hringsóluðu í kring um okkur og var mjög tignarlegt að sjá þá á fleygiferð í snjónum.

Við fórum 20 upp af 37 manna hóp sem er mjög gott. Snjóflóð voru að falla í nágrenninu og kom þá smá taugatitringur í hópinn. Vorum með ýlana okkar, skóflur og stangir. Nokkrir voru á fjallaskíðum, aðrir með snjóbretti eða á Telemarkskíðum. Komum upp kl. 16:34 og var þá stórfenglegt að sjá Tindfjöllin og Eyjafallajökul ásamt öllu undirlendinu. Komum niður í myrkri alsæl eftir frábæra ferð.

Lögðum af stað úr bænum kl. 8:10 og komum í bæinn kl 21:50. Stjórnendur og bílstjórar stóðu sig með mestu prýði.

Pétur Ásbjörnsson Sprettur

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson