Skilmálar

Afhending

Samkvæmt lögum er einungis heimilt að afhenda flugelda á opnunartíma frá 28.–31. desember. Afhending fer fram á Risaflugeldamarkaði HSSR við Malarhöfða 6.

Vinsamlega gefðu okkur að lágmarki 2 klukkustundir til að taka saman pöntun þína. Athugið að samkvæmt reglugerð er einungis heimilt að afhenda flugelda til 18 ára og eldri, og ekki fyrr en eftir 27. desember.

Skilaréttur

Skil á vörum eru einungis heimil ef varan er ónotuð og í upprunalegu ástandi. Þá er veitt inneign fyrir sömu upphæð, gegn framvísun kvittunar.

Komi upp galli í vöru, eða grunar viðskiptavin að um gallaða vöru sé að ræða, biðjum við hann að hafa tafarlaust samband við okkur.

Greiðslur

Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Straums. HSSR geymir engin kortanúmer eða viðkvæmar greiðsluupplýsingar.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík (HSSR) tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum verðvillum á vefnum og áskilur sér rétt til að hætta við pöntun ef vara reynist ranglega verðmerkt.

Öryggi

Við hvetjum alla til að nota viðeigandi öryggisbúnað og fylgja leiðbeiningum sem fylgja með vörunum.

Persónuvernd

Persónuupplýsingar notenda eru meðhöndlaðar með trúnaði og verða aldrei afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skilmálar þessir gilda frá 21. desember 2025.