Fara í upplýsingar um vöru
1 af 1

Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Norðmannsþinur 150-175 cm

Norðmannsþinur 150-175 cm

Venjulegt verð 11.000 kr.
Venjulegt verð Söluverð 11.000 kr.
Sala Uppselt
Skattar innifaldir.

Fyrsta flokks norðmannsþinur ræktaður á Jótlandi. Norðmannsþinurinn hefur verið vinsælasta jólatré Íslendinga um árabil og er þekktur fyrir fallega lögun og þéttleika, auk þess sem hann getur haldið barrinu öll jólin með réttri meðferð.

Leiðbeiningar um meðferð jólatrjáa
Rétt meðferð þegar jólatréð kemur inn á heimilið skiptir sköpum svo að tréð haldi ferskleika sínum og barri yfir hátíðirnar.

Hér eru helstu atriði sem gott er að hafa í huga fyrir meðferð á jólatré:

  • Geymið tréð úti eða í köldu rými þangað til að það er sett upp. Sé tréð geymt úti er best er að hafa það í skjóli eða undir þaki svo það þorni ekki í vindi eða sól.

  • Sólarhring áður en setja á tréð upp og skreyta er gott að taka það inn og láta það ná íbúðarhita. Sé frost úti er kostur ef hægt er að láta tréð þiðna hægt, t.d. í frostlausum bílskúr. Þegar tréð er komið inn er mælt er með því að skola af trénu í baðkari eða sturtu.

  • Skerið smá sneið af stofninum (1-2cm) áður en það er sett í fótinn. Til þess að tréð nái að taka upp sem mest vatn er gott að stinga stofninum í sjóðandi heitt vatn í nokkrar mínútur sem veldur því að vatnsæðar trésins opnast og það frískast við.

  • Notið stöðugan tréfót sem heldur nóg af vatni. Jólatré drekka oft mikið fyrstu dagana. Passa skal að hafa nóg af vatni í fætinum og að það nái vel upp fyrir skurðflötinn.

  • Forðist hita og þurrk, ekki setja tréð við ofna, arin, hitablástur eða þar sem það getur fengið mikið sólskin.

  • Athuga skal vatnið daglega og fylla upp eftir þörfum. Engin næringarefni þarf í vatnið.
Sjá nánari upplýsingar