Ráðstefnan Björgun hefur verið haldin annað hvert ár frá 1990. Í gegnum árin hefur ráðstefnan vaxið og dafnað og er nú stór, alþjóðleg ráðstefna, með yfir 60 fyrirlestrum í fjórum sölum. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi.
Félagar HSSR sem vilja taka þátt geta skráð sig á ráðstefnuna og HSSR borgar ráðstefnugjaldið (brons skráning á Björgun). Björgun verður haldin 22.- 24. október 2010. Þátttakendum gefst kostur á að sækja námskeið sem haldin eru dagana fyrir ráðstefnuna auk þess sem margt verður sér til gamans gert utan hinnar hefðbundnu dagskrár. Sjá nánar á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar: http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=326 Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík.
—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson