Um HSSR

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var stofnuð 1932 og er í dag ein stærsta björgunarsveit landsins. Hún er aðili að Slysa­varna­félaginu Lands­björgu og er heildarfjöldi fél­aga um 300. Útkallskerfi sveitarinnar er virkjað af lögreglu og er sveitin hluti af kerfi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sveitin er landbjörgunarsveit og miðast búnaður og þjálfun við það. Félagar skiptast í hópa eftir áhugamálum hvers og eins. Gefin er út dagskrá með yfirliti yfir æfingar, ferðir og fyrirlestra auk annarra liða. Fyrir utan nýliðadagskrá eru hvert ár farnar fjölmargar ferðir á vegum útkallshópa auk almennra ferða.

Sjö manna stjórn er yfir starfsemi HSSR, en mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og frumkvæði útkallshópa og félaganna sjálfra. Sveitin er að mestu rekin fyrir sjálfsaflafé og er fjáröflun því stór hluti af starfi félaga og nýliða. Húsnæði sveitarinnar er að Malarhöfða 6 og er það um 1.200 m2 að stærð. Þar er búnaður sveitarinnar geymdur, en hún er vel tækjum búin.