Ný stjórn kosin

Á þriðjudaginn 14.5.2024 var kosin ný stjórn Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Það er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti í sögu sveitarinnar í 92 ár er það kona sem kosin var sveitarforingi en það er Ásta Rut Hjartardóttir sem er Jarðeðlisfræðingur að mennt og byrjaði hún nýliðaferilinn sinn í HSSR árið 2012.

Sömuleiðis er það eflaust í fyrsta skipti sem meirihluti stjórnar eru konur.

Á sama aðalfundi var einnig samþykkt að breyta lögum sveitarinnar en ein breytingin var við greinina er varðar uppstillinganefnd, þar bættist við eftirfarandi texti : “Uppstillingarnefnd skal stuðla að því að tryggja jafnræði kynjanna í stjórn HSSR.”

Fráfarandi stjórn HSSR óskar nýrri stjórn innilega til hamingju!

Á meðfylgjandi mynd má sjá nöfn þeirra sem voru kosin í stjórn ásamt mynd af þeim frá sínum fyrsta fundi í kvöld.

Frá vinstri: Sigríður Gyða, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóhanna, Ásta Rut, Sigurlaug Kjærnested, Markús Auðunn, Kjartan Óli