Category Archives: Útköll

Útkall F3 grænn

Útkall F3 grænn, framhald leitar að erlendum ferðamanni

Útkall F3 grænnLaugardaginn 5. október tóku 12 félagar frá HSSR þátt í áframhaldi leitar að týndum ferðamanni við Landmannalaugar. Til að nýta dagsbirtuna sem best lögðu þeir af stað um fimm leytið að morgni og voru komnir heim skömmu eftir kvöldmat. Alls tóku um 100 manns af suður- og suðvesturlandi þátt í þessari aðgerðalotu.

Leit hefur enn engan árangur borið.

Útkall F3 grænn

Útkall F3 grænn, leit að týndum ferðamanni

Útkall F3 grænnRúmlega 20 félagar frá HSSR hafa tekið þátt í leit að bandarískum ferðamanni sem nú stendur yfir á svæðinu við Hrafntinnusker og Álftavatn. Veður hefur verið ágætt og samtals hafa um 150 björgunarmenn tekið þátt í aðgerðinni. Leit verður haldið áfram fram á kvöld, en þá verður staðan metin í samráði við lögreglu.

Útkall F2 gulur, leit á Vestfjörðum

Útkall F2 gulurAðfaranótt laugardagsins 1. júní barst sveitinni ósk um aðstoð vegna leitar að franskri konu í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.  Í fyrstu var óskað eftir sérhæfðum leitarmönnum en síðar breyttist boðun í heildarútkall.

Frá HSSR fór einn hópur göngumanna vestur fyrir hádegi. Eftir kvöldmat fór Reykur 1 með tvo gönguhópa til viðbótar og félaga með leitarhund og búðatjaldið. Alls komu 25 manns frá HSSR að leitinni. Um þriðjungur þeirra tók líka þátt í fótboltagæslu fyrr um daginn en leitin féll saman við gæslu sem sveitin annaðist á landsleik kvenna í knattspyrnu, Ísland – Skotland.

Útkall F2 gulur

Útkall F2 gulur, týndur einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu

Útkall F2 gulurSveitin var boðuð út til leitar að týndum einstaklingi á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir hádegi í dag, föstudaginn 12. apríl. Aðgerðin hefur verið umfangsmikil og voru allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu boðaðar auk sveita frá svæðum 2 og 4. Yfir 50 félagar í HSSR hafa tekið þátt í leitinni í dag. Leit verður haldið áfram á morgun, laugardag og hafa yfir 20 félagar boðað komu sína. Tjald sveitarinnar var einnig verið notað í aðgerðinni í dag og verður sett upp á morgun.

Útkall F2 gulur

Útkall F2 gulur, slasaður göngumaður í Esju

Útkall F2 gulurSíðdegis í gær, 25. mars, barst beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð við slasaðan göngumann í Esju. Viðbragð félaga í HSSR var snöggt og var fyrsti bíll farinn úr húsi, fullskipaður, um 15 mínútum eftir að boðin bárust. Alls komu 21 félagar að þessari aðgerð og 12 voru í viðbragðsstöðu.
Aðgerðin gekk vel, hinn slasaði var fluttur á sexhjóli Kyndlismanna áleiðis að sjúkrabíl, þaðan sem hann var fluttur á slysadeild. Veður var gott.
Þetta var fysta útkall nokkurra nýinngenginna félaga og óskum við þeim alls góðs í störfum sínum fyrir félagið.

Útkall F2 gulur, fótbrotinn maður í Botnssúlum

Útkall F2 gulurHjálparsveitir á Svæði 1 var kölluð út í dag vegna manns sem fótbrotnaði í Botnsúlum. Frá HSSR fóru alls 10 manns með snjóbíl og snjósleða með í för.

Aðgerðin gekk vel, hinn slasaði var fluttur á börum áleiðis að þyrluni sem flutti hann á slysadeild. Veður var þokkalegt en heldur snjólítið var fyrir tækin okkar.

Alls komu 20 manns að aðgerðinni.

Útkall F3 grænn

Útkall F3 grænn, ófærð á höfuðborgarsvæðinu

utkall-f3HSSR var boðuð út kl. 6:45 í gærmorgun, miðvikudaginn 6. mars, til aðstoðar vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í efri byggðum. Mikil ofankoma og hvassviðri einkenndi aðstæður fyrri hluta dags og á köflum var mjög blint veður. Sveitin sinnti fjölda verkefna en áhersla var lögð á að halda stofnbrautum greiðum sem og að aðstoða fólk með börn og sjúklinga. Dregið var úr viðbúnaði þegar líða fór á daginn og um kvöldmatarleytið voru allir hópar komnir í hús.

Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík kom færandi hendi á Malarhöfðann um hádegisbil og tók til næringu fyrir björgunarfólk. Hópar af öllu höfuðborgarsvæðinu nýttu sér þennan höfðingsskap þeirra og þáðu heita súpu, smurt brauð, kaffi og nýbakaða köku.

Alls komu 31 manns frá HSSR að útkallinu og um 20 manns til viðbótar voru tilbúnir að koma með skömmum fyrirvara. Í dag, fimmtudag, hefur veðrið gengið niður og svæðisstjórn telur ekki þörf á frekari viðbúnaði.

Útkall F2 gulur

Útkall F2 gulur, týnd kona á höfuðborgarsvæðinu

Útkall F2 gulurKl. 01:05 barst Hjálparsveit skáta í Reykjavík tilkynning um útkall og var um að ræða týnda konu á höfuðborgarsvæðinu.

Alls brugðust 10 félagar við og mættu upp á Malarhöfða 6 og aðrir 7 lýstu sig reiðubúna til þess að mæta síðar ef þörf krefði. Útkallið var afturkallað rúmlega 40 mínútum síðar þegar konan fannst heil á húfi.

Útkall F1 rauður

Leit að göngumanni á Esju

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð til leitar að göngumanni í Esjunni í dag. Maðurinn, sem varð viðskila við félaga sinn, var á ferð á Kerhólakambi og villtist. Fóru þeir sitthvora leiðina niður. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki var kallað eftir aðstoð frá Neyðarlínu. Maðurinn fannst 5 tímum síðar, heill húfi. Aðstæður voru erfiðar framan af, vindur 18-20 m/s og slæmt skyggni, en þegar leið á aðgerðina rofaði til.

Alls komu 30 félagar HSSR að þessu útkalli.