Útkall F1 rauður

Leit að göngumanni á Esju

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð til leitar að göngumanni í Esjunni í dag. Maðurinn, sem varð viðskila við félaga sinn, var á ferð á Kerhólakambi og villtist. Fóru þeir sitthvora leiðina niður. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki var kallað eftir aðstoð frá Neyðarlínu. Maðurinn fannst 5 tímum síðar, heill húfi. Aðstæður voru erfiðar framan af, vindur 18-20 m/s og slæmt skyggni, en þegar leið á aðgerðina rofaði til.

Alls komu 30 félagar HSSR að þessu útkalli.