Reykur 7

Opið hús að Malarhöfða 6

Reykur 7

Reykur 7, Ford Transit bifreið HSSR.

Mánudaginn 28. janúar verður “opið” hús hjá HSSR. Við erum búin að fá óskir frá öðrum sveitum um að skoða rafræna svörum í útköllum og nýjan bíl sem við vorum að taka í notkun. Því ákváðum við að slá þessu saman auk þess sem alltaf skemmtilegt að fá félaga í heimsókn. Þetta verður allt á óformlegu nótunum, við verðum á staðnum frá kl. 19.00 til 21.30 og lengur ef áhugi er fyrir því. Líklega höfðar þetta mest til tækja og bækistöðvarhópa auk stjórnarmanna í öðrum einingum en allir áhugasamir eru velkomnir.

Meðal þess sem hægt verður að sjá:

  • Nýjan bíl sem við vorum að taka í notkun. Þar er um að ræða Ford Transit, 9 manna bíl sem fluttur var inn í gegnum Bílaleigu Akureyrar en breytt í Póllandi. Bíllinn er eftirársbíll og tiltölulega ódýr kostur.
  • Rafrænt kerfi sem við notum við svörun útkalla og til að auðvelda bækistöðvarhóp að fá yfirlit yfir stöðu, röðun í hópa og gefa upplýsingar til þeirra sem mæta í útkallið. Kerfið hefur verið kynnt í tímaritinu Björgun.
  • D4H kerfið (utanumhald, dagskrá, útköll, mætingar). Kerfi sem nokkuð margar sveitir hafa tekið í notkun en nú er komin tæplega tveggja ára reynsla hjá okkur á það og við höfum ákveðið að nýta það áfram.
  • Einnig verða Polaris sleðar sem eru að komast á snjó á staðnum.

Kaffi á könnunni og nammi sem ekki kláraðist í flugeldasölunni. Tækjahópar, bækistöðvarhópur og stjórnarmenn verða á staðnum

Stjórn HSSR