Category Archives: Myndasafn

Gengið á jökli 2014

Fjallahópur fór með Nýliðum 1 í göngu á Sólheimajökli nú á sunnudaginn var. Jökullinn er enn nokkuð sprunginn um sporðinn og því var gengið nokkuð upp með honum og út á hann ofar en vanalega er farið.
10750116_10152927519564954_8466339029635747756_oVeðrið lék við hópinn sem fékk þennan líka prýðisdag á jökli. Haldið var inn á jökulinn miðjan þar sem hann er sæmilega flatur. Þaðan var haldið yfir grófara landalag og farið yfir ýmsa tækni við broddagöngu.

Hádegismaturinn var tekinn niðri við íshellana sem þó voru að syngja sitt síðasta og þaðan haldið heim á leið. Þó var tekið stutt stopp nærri jökulröndinni þar sem myndarlegar sprungur kölluðu á göngufólk. Þar var skellt upp tveimur línum og allir fengu að prufa að skrúfa ísskrúfu, síga og klifra.

Continue reading

Helgafellsgangan 2014

Eftir nýliðafundinn á þriðjudaginn var áhugasömum boðið í göngutúr á Helgafell í Hafnafirði. Farin var hefðbundin leið upp úr Valahnúkaskarði og tekið stutt stopp uppi á toppinum, skrifað í gestabókina, nestis neytt og fjallasýnarinnar notið.10

Svo var haldið áfram yfir Fellið, niður í gegnum gatið og svo til baka meðfram fjallsrótum austurfyrir.

Nýliðarnir stóðu sig vel og hópurinn náði aftur vel fyrir sólarlag þrátt fyrir berjatínslu og spjall. Sveitarfélagar nutu samvistanna við þetta hressa fólk sem mun sæma sig vel í starfi Sveitarinnar. Continue reading

HSSR á Landsæfingu Landsbjargar

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór fram í Borgarfirði og nágrenni sl. helgi. Um 20 meðlimir HSSR í þremur hópum tóku þátt í verkefnum af ýmsum toga, m.a. aðkomu að hópslysi, fjallabjörgun, leit, fyrstu hjálp, björgun úr straumá og fleira.

Avalanche operations Level 1

Frá Róberti Halldórssyni:

Síðastliðinn vetur lagði ég land undir fót til Kanada að sækja mér þekkingu í snjóflóðafræðum.  Kanada varð fyrir valinu þar sem þeir eru leiðandi í heiminum í snjóflóðafræðum og rannsóknum á því sviði og lá það vel við að læra þar sem hlutirnir voru fundnir upp.


Kanadísku snjóflóðasamtökin (Canadian Avalanche Assosiation eða CAA) hafa verið að störfum í 20 ár og verið leiðandi í snjóflóðarannsóknum, snjóflóðahættumati og snjóflóðaspám fyrir vegagerð og öryggi almennings. Snjóflóðastofa eða Canadian Avalanche Center var svo sett á fót árið 2004 sem vettvangur til að sameina rannsóknir, kennslu og halda utan um upplýsingar í fræðigreininni. Stofnunin er ekki ríkisfyritæki og er ekki rekin með gróðasjónarmiði heldur til þess að auka öryggi og þekkingu almennings og halda þekkingu og kennslustöðlum uppi á háu stigi. Continue reading

Landssöfnun Landsbjargar

Fjallabjörgunarmenn að búa sig.Í gær, föstudag, var haldin landssöfnun fyrir Landsbjörgu þar sem meðal annars var safnað í Bakvarðasveit félagsins. Meðlimir HSSR stóðu vaktina, hvort tveggja í innhringiverinu og uppi við Búhamra þar sem fjallabjörgunarhluti útsendingarinnar fór fram.

Búðahópur setti upp tjaldið við stjórnstöðvarbíl Svæðisstjórnar, Björninn, og fjallahópur hélt upp í hamrana þar sem sett var upp kerfi til að slaka þolanda niður klettana.

Allt gekk að óskum og veðrið spilaði með, hellidembunni sem spáð var stytti upp svo samræmi var milli beinu útsendingarinnar og uppfylliefnisins sem tekið var upp um miðjan mánuðinn.

Continue reading

GSM miðunarverkefnið NORRIS

Á dögunum var komið að máli við nokkrar björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu með að aðstoða við verkefni sem Rögg er að þróa í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Verkefnið gengur út á að miða út GSM síma úr þyrlu með því að fljúga yfir leitarsvæði með sérhannaðan búnað. Með þessu má hvort tveggja finna síma utan þjónustusvæðis og auka nákvæmni miðunarinnar úr um 530 metrum niður í um 60 metra.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera tilraunir við að miða út síma í mismunandi landslagi. Fyrir mælingar í jökulsprungum var kosið að leita til björgunarsveitanna við að finna og koma símum niður í sprungur.

Flogið var með TF-SIF á Sólheimajökul og hentugir svelgir fundnir. Veður var með afbrigðum gott og aðgerðin gekk vel.

Continue reading

Undirbúningur fyrir söfnunarþátt á RÚV

Hvert augnablik fest á filmu.

Hvert augnablik fest á filmu.

Sunnudaginn 12. maí héldu nokkrir vaskir meðlimir HSSR upp undir Búahamra til undirbúnings fyrir söfnunarþátt sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við RÚV. Gert er ráð fyrir blandaðri dagskrá; innslög eru t.d. viðtöl við fólk úr sveitum og deildum, skjólstæðinga og aðstandendur, klippur úr starfi félagsins, tónlist, grín og glens.

Lagði sveitin fram búðatjaldið og mannskap í það auk fjallabjörgunarhóps til töku á forunnu efni. Tjaldið var sett upp undir hömrunum við stjórnstöðvarbílinn Björninn en fjallabjörgun sett upp í klettunum. Continue reading

Vordagsferð Fjallahóps 2013

Kátur hópur.

Kátur hópur.

Fjórir vaskir félagar Fjallahóps, Charlotte, Ívar, Tinni og Tommi auk Hersis, hunds Tomma, héldu á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðarfjalli á sunnudaginn. Spáin var sérdeilis góð og kappar því fullir tilhlökkunar enda lýsingarnar af útsýninu ofan af þessum tindi ákaflega heillandi.

Lagt var upp frá bænum Mýrdal inn af Kolbeinsstöðum. Ferðalangar höfðu útvegað sér feril en völdu sér leið nokkru sunnar, eftir dragi í stað þess að fylgja gilinu. Heildarhækkunin kemur í tveimur hlutum en þegar upp hinn fyrra er komið tekur við nokkur flati upp að Kirkjunni sjálfri.

Þegar upp á fyrri brúnina var komið blasti Tröllakirkjan við og virtist vænlegast að halda upp snjólínu eina í greinilegu gili, sunnanmegin í klettunum. Þegar nær dróg seinni hlutanum kom í ljós að þeir voru ekkert svo brattir og því ákveðið að leita að leið í gegnum hamrana.

Continue reading