Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór fram í Borgarfirði og nágrenni sl. helgi. Um 20 meðlimir HSSR í þremur hópum tóku þátt í verkefnum af ýmsum toga, m.a. aðkomu að hópslysi, fjallabjörgun, leit, fyrstu hjálp, björgun úr straumá og fleira.