Tag Archives: landsbjörg

Landsþing Landsbjargar

Haukur tekur við nýjum kortagrunni frá Marteini S. á Landsþinginu á Akureyri

Haukur tekur við nýjum kortagrunni frá Marteini S. á Landsþinginu á Akureyri

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri fyrir stuttu. Þetta var nokkuð friðsælt þing, farið var yfir skýrslu stjórnar, reikninga og unnið var með framtíðarsýn. Það var ánægjulegt að sjá að jafnvægi virðist vera að komast á rekstur þrátt fyrir minnkandi tekjur. Stjórn var að mestu endurkjörinn, Hörður Már verður formaður áfram en nýliðar í stjórn eru Leonard Birgisson frá Súlum Akureyri og Þorvaldur Friðrik Hallsson Ársæl Reykjavík. Fulltrúar stjórnar HSSR á þinginu voru Kristjón, Sigþóra, Þorbjörg og Haukur. Auk þess tók lið frá okkur þátt í Björgunarleikunum og stóð sig vel. Einnig tókum við þátt í blönduðu liði.

Continue reading

Landssöfnun Landsbjargar

Fjallabjörgunarmenn að búa sig.Í gær, föstudag, var haldin landssöfnun fyrir Landsbjörgu þar sem meðal annars var safnað í Bakvarðasveit félagsins. Meðlimir HSSR stóðu vaktina, hvort tveggja í innhringiverinu og uppi við Búhamra þar sem fjallabjörgunarhluti útsendingarinnar fór fram.

Búðahópur setti upp tjaldið við stjórnstöðvarbíl Svæðisstjórnar, Björninn, og fjallahópur hélt upp í hamrana þar sem sett var upp kerfi til að slaka þolanda niður klettana.

Allt gekk að óskum og veðrið spilaði með, hellidembunni sem spáð var stytti upp svo samræmi var milli beinu útsendingarinnar og uppfylliefnisins sem tekið var upp um miðjan mánuðinn.

Continue reading

Bakvarðasveitin

Bakvarðasveitin

Við minnum á skemmtilega sjónvarpsdagskrá sem hefst í kvöld kl. 19.40 á Rúv þar sem fjallað verður um björgunarstarf á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Hverjir eru í björgunarsveitunum og hvað gerir þetta fólk? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í kvöld í skemmtilegum fróðleiksmolum í bland við drama, grín og spennu.

Megin tilgangurinn með þessari dagskrá er þó sá að fá fólk í Bakvarðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem styður við starfið með reglulegum fjárframlögum. Annríki í starfi björgunarsveita hefur aukist á undanförnum árum og þess vegna er nauðsynlegt að sem flestir gangi til liðs við Bakvarðasveitina og leggi sitt lóð á vogarskálarnar.

Allir öruggir heim

Þorbjörg ásamt nokkrum kátum vestisþegum.

Þorbjörg ásamt nokkrum kátum vestisþegum.

Nú í maí hafa félagar í HSSR farið í nokkra grunnskóla í Reykjavík og afhent skólunum endurskinsvesti til eignar. Vestin eru ætluð nemendum í fyrsta bekk þegar þau fara í ferðir út fyrir skólalóðina.

Það er Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, sem gefur öllum grunnskólum landsins þessi endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Á vestunum kemur fram númer Neyðarlínu, 112, en engar aðrar auglýsingar.

Þema þessa verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína. Að sjálfsögðu göngum við sem eldri eru á undan með góðu fordæmi og notum ávallt viðeigandi öryggisbúnað.