Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri fyrir stuttu. Þetta var nokkuð friðsælt þing, farið var yfir skýrslu stjórnar, reikninga og unnið var með framtíðarsýn. Það var ánægjulegt að sjá að jafnvægi virðist vera að komast á rekstur þrátt fyrir minnkandi tekjur. Stjórn var að mestu endurkjörinn, Hörður Már verður formaður áfram en nýliðar í stjórn eru Leonard Birgisson frá Súlum Akureyri og Þorvaldur Friðrik Hallsson Ársæl Reykjavík. Fulltrúar stjórnar HSSR á þinginu voru Kristjón, Sigþóra, Þorbjörg og Haukur. Auk þess tók lið frá okkur þátt í Björgunarleikunum og stóð sig vel. Einnig tókum við þátt í blönduðu liði.